top of page

Meðvitund, viðurkenning og innleiðing

Hvað er EQ þerapía ?

EQ þerapía (EQ) er heildræn nálgun sem hjálpar einstaklingum að skilja, vinna úr og vinna með tilfinningar sínar á uppbyggilegan hátt. EQ þerapía byggir á kenningu um tilfinningagreind og leggur áherslu á meðvitund, viðurkenningu og innleiðingu ólíkra tilfinninga og styðja þannig skjólstæðinga við að tengjast tilfinningum sínum, skilja hvað þær þýða, hvaða þær koma og nota þær sem leiðarvísi við úrvinnslu áfalla, ákvarðanatöku og persónulegan vöxt. Hjálpar til við að setja heilbrigð mörk, lesa og skilja tilfinningar annarra og draga þannig úr streitu, kvíða og vanlíðan. Kjarni EQ þerapíu er sú trú að allar tilfinningar séu mikilvægar og beri með sér verðmætar upplýsingar. Með því að læra að viðurkenna og mæta þessum tilfinningum frekar en að bæla þær niður geta skjólstæðingar nýtt áskoranir eða erfiðar lífsreynslu til að byggt upp seiglu, styrkt og innsýn og þannig gert þá betur í stakk búna til að mæta krefjandi áskorunum í lífinu. Skjólstæðingar lýsa því hvernig þeir hafi fengið hagnýt verkfæri til að bregðast við tilfinningum á þann hátt að það stuðli að vexti, bættum tengslum og vellíðan í stað kvíða, átaka og álags. EQ þerapía byggir á þeirri trú að þegar við leyfum okkur að viðurkenna og mæta tilfinningunum, þá opnum við dyrnar að dýpri sjálfsvitund og jafnvægi. Þessi aðferð styður einstaklinginn í öllum þeim fjölbreyttum og oft flóknu tengslum sem einkenna líf hverrar manneskju. Í gegnum þerapíuna, samtöl og ígrundun hjálpum við þér m.a að kanna: 

• Tengslin við sjálfa þig – auka meðvitund um sjálfa þig og þitt hegðunarmynstur 

• Tengslin við fólkið í kringum þig – fjölskyldu, vini, maka, börn og samstarfsfélaga 

• Tengslin við heilsu og lífsstíl – mat, svefn, hreyfingu, vinnu, venjur og mögulegar fíknir. 

Í gegnum þessa vinnu muntu öðlast dýpri skilning á sjálfum þér og þeim áhrifum sem samböndin þín og venjur hafa á líf þitt. Sérhver tilfinning ber með sér merkingu og visku - með því að hlusta á hana tengjumst við innri styrk okkar og náttúrulegri getu til vaxtar og úrvinnslu. Hjá Tove Þerapíu og ráðgjöf bjóðum við upp á öruggt rými til ígrundunar og undrunar. Starf okkar beinist að því að hjálpa skjólstæðingum að rækta tilfinningalega meðvitund, seiglu, heilbrigð samskipti og tengls - og leggja þannig grunn að innihaldsríku lífi í sátt, eiginkærleika, jafnvægi og gleði.

5B15B07E-CE95-4CF6-855B-472D948F4620_edited_edited_edited_edited.jpg
bottom of page